Viðskipti innlent

N1 lækkar hlutafé um þriðjung

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlutafé í N1 hefur verið lækkað.
Hlutafé í N1 hefur verið lækkað.
Olíufélagið N1 greiðir hluthöfum sínum 2,96 milljarða til hluthafa vegna lækkun hlutafjár. Hlutafé félagsins verður 470 milljónir króna að nafnverði eftir lækkun.

Tillaga um þetta var samþykkt á aðalfundi N1 þann 23. mars, en lækkun hlutafjár félagsins nemur um 32,9 prósent, eða um 230 milljónir króna að nafnverði.

Viðmiðunardagur lækkunar er 8. maí 2015, lækkunardagur 11. maí og greiðsludagur 15. maí 2015. Síðasti viðskiptadagur með réttindum til útgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár er í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×