Innlent

Myrti elskhuga fyrrverandi konu sinnar og svipti sig svo lífi

Þrjátíu og átta ára gamall maður skaut þrjátíu og fimm ára gamlan mann til bana með riffli á Sæbraut í Reykjavík skömmu fyrir hádegi. Maðurinn náði að forða sér særður í sendibíl sem átti leið hjá árásarstaðnum en lést af sárum sínum skömmu síðar. Morðinginn svifti sig lífi á Þingvöllum fljótlega eftir voðaverkið.

Klukkan átján mínútur fyrir klukkan tvö í dag barst lögreglunni tilkyning um að maður hefði orðið fyrir skotárás á Sæbrautinni og síðar kom í ljós að hann hafði verið skotinn í brjóstið.

Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri segir að maðurinn hafi flúið særður upp í sendiferðabíl sem átti leið hjá. Hann hafi svo látist af sárum sínum á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi um klukkan eitt.

Bíll árásarmannsins fannst um klukkan eitt í Almannagjá á Þingvöllum. Árásarmaðurinn var í bílnum og hafði svift sig lífi. Hann skildi eftir bréf til lögreglunnar þar sem hann greindi frá málavöxtum. Hörður segir að riffill hafi fundist í bílnum sem reyndist vera árásarvopnið.

Lögreglan vill ekki upplýsa nákvæmlega hvað stóði í bréfi árásarmannsins til hennar, en bréfið hafi staðfest að maðurinn hefði fyrr um daginn skotið manninn við Sæbraut. Riffillinn sem fannst í bifreið árásarmannsins er tuttugu og tveggja kalibera tékkneskur riffill, og allt bendir til að hann hafi bæði verið notaður við morðið og sjálfsvígið.

Friðrik Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að árásarmaðurinn hafi haft byssuna til umráða en ekki liggur fyrir hvort hún var skráð á hann.

Margt bendir til að árásarmaðurinn hafi elt manninn sem hann særði svo banvænu skotsári.

Hörður Jóhannesson segir að svo líti út fyrir að maðurinn sem var myrtur hafi verið að skipta um hjólbarða þegar hann varð fyrir árásinni. Hann segir ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort árásarmaðurinn hafi elt hinn myrta áður en til árásarinnar kom. Þeir hafi alla vega verið á sama stað á sama tíma þegar árásin var gerð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×