Íslenski boltinn

Myndir frá fögnuði Blikastelpna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kvennalið Breiðabliks tryggði sér í kvöld sigur í Meistarakeppni KSÍ eftir 1-0 sigur á Stjörnunni á gervigrasinu í Garðabænum.

Blikar skoruðu eina mark leiksins strax á sjöttu mínútu leiksins en Kópavogsliðið hefndi fyrir það þegar Stjörnukonur unnu 3-0 sigur á Blikum í úrslitaleik Lengjubikarsins um síðustu helgi.

Það var Telma Hjaltalín Þrastardóttir sem skoraði eina markið en hún kom til Blika fyrir þetta tímabil.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Samsung-vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan og neðan.

Breiðablik og Stjarnan mætast síðan í þriðja sinn á stuttum tíma þegar þau spila á Kópavogsvellinum í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí næstkomandi.



Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Blikakonur náðu hefndum og unnu Meistarakeppnina

Bikarmeistarar Breiðabliks vann Meistarakeppni kvenna í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í leik meistaraliða síðasta sumars á Samsung-vellinum í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×