Viðskipti innlent

Myllan innkallar Vinarköku

Atli Ísleifsson skrifar
Kakan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola soja/sojaafurðir.
Kakan er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola soja/sojaafurðir. Vísir/Myllan
Myllan hefur ákveðið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að taka úr sölu og innkalla Vinar súkkulaði og appelsínuköku (vnr 2140) vegna ómerkts ofnæmis- og óþolsvalds (sojalesitíns).

Í tilkynningu frá Myllunni segir að kakan sé fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola soja/sojaafurðir.

„Allar best fyrir dagsetningar eru innkallaðar. Kakan er í dreifingu í öllum helstu matvöruverslunum. Þeir neytendur sem eiga Vinar súkkulaði & appelsínuköku og eru með óþol/ofnæmi fyrir sojalesitíni geta skilað kökunni til Myllunnar, Skeifunni 19 milli 8 og 16 alla virka daga.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×