Erlent

Muhammed Ali lagður inn á sjúkrahús

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 72 ára Ali greindist með Parkinsonsveiki árið 1984, þremur árum eftir að hafa lagt hanskana á hilluna.
Hinn 72 ára Ali greindist með Parkinsonsveiki árið 1984, þremur árum eftir að hafa lagt hanskana á hilluna. Vísir/AFP
Hnefaleikagoðsögnin Muhammed Ali hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna lungnabólgu.

Talsmaður Ali segir að einungis sé um væga lungnabólgu að ræða og að ástand hans sé stöðugt. „Batahorfur eru góðar.“

Hinn 72 ára Ali greindist með Parkinsonsveiki árið 1984, þremur árum eftir að hafa lagt hanskana á hilluna.

Ali kom síðast fram opinberlega við afhendingu mannúðarverðlauna sinna í heimabæ sínum Louisville í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×