Viðskipti innlent

MP banki verðlaunaður fyrir eignastýringu sína

Haraldur Guðmundsson skrifar
Verðlaunagripurinn sem MP banki fékk nýverið.
Verðlaunagripurinn sem MP banki fékk nýverið. Mynd/MP banki
MP banki hefur hlotið viðurkenningu breska fjármálatímaritsins World Finance fyrir að vera fremstur í flokki á sviði eignastýringar hér á landi árið 2014.

Í tilkynningu MP banka um viðurkenninguna segir að eignastýring fyrirtækisins sé með ríflega 80 milljarða króna í stýringu. Hún samanstandi af eignastýringarsviði bankans, Fasteignasjóði Íslands, MP Baltic Pension og rekstrarfélaginu Júpíter.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar bankans, segir hana hafa verið eina af meginstoðum MP banka allt frá stofnun hans árið 1999.

„Verðlaunin eru okkur öllum hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Sigurður.

World Finance útnefnir árlega fyrirtæki fyrir framúrskarandi árangur. Meðal þeirra sem hlutu sömu viðurkenningu þetta árið eru Swedbank Robur í Svíþjóð, ATP Private Equity Partners í Danmörku og alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið T. Rowe Price í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×