Erlent

Mótmælt á ný í Hong Kong

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í Hong Kong í dag.
Frá mótmælunum í Hong Kong í dag. Vísir/Getty
Þúsundir komu saman í dag í Hong Kong til að krefjast lýðræðisumbóta.

Eru þetta fyrstu stóru mótmælin á árinu en undir lok síðasta árs kom fólk ítrekað saman í borginni til mótmæla. Aðalkrafa fólks þá og nú er að haldnar verði lýðræðislegar kosningar í Hong Kong án afskipta í stjórnvalda í Kína.

Skipuleggjendur mótmælanna segja að 13.000 manns hafi komið saman í dag en lögreglan áætlar að mótmælendurnir hafi verið um 7.500 talsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×