Erlent

Mótmæli fyrir utan tannlæknastofu ljónaslátrara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dýravinir eru brjálaðir út í tannlækninn.
Dýravinir eru brjálaðir út í tannlækninn. VÍSIR/AFP
Um 100 manns mættu fyrir utan tannlæknastofu Walter James Palmer til þess að mótmæla drápi hans á ljóninu Cecil og veiðum á dýrum í útrýmingarhættu.

Tannlæknastofan hefur verið lokuð auk þess sem að dýravinir hafa breytt henni í minnisvarða um Cecil.

Í orðsendingu til viðskiptavina sinna harmaði tannlæknirinn Palmer þá röskun sem orðið hafi á þjónustu stofunnar en ítrekaði fyrri yfirlýsingu sínu um að veiðin hafi verið lögleg. Lofaði hann að aðstoða yfirvöld í Zimbabwe og Bandaríkjunum við rannsókn málsins.

Sjá einnig: Drápið sem gerði allt vitlaust.

Tveir menn sem aðstoðuðu Palmer við veiðina hafa verið handteknir í Zimbabwe og vilja yfirvöld þar í landi ná tali af Palmer. Hafa þau gefið út að Palmer og félagar hafi ekki haft tilskilin leyfi. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Palmer heldur sig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×