Morgundagurinn ræður úrslitum varðandi það hvort flokkarnir fimm fara í formlegar viðræður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 10:15 Samfylkingin, Viðreisn, Píratar, Björt framtíð og Vinstri græn eiga nú í óformlegum viðræðum til að kanna grundvöll fyrir myndun ríkisstjórn flokkanna fimm. vísir Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Það mun ráðast á morgun hvort að Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð muni hefja formlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta segir Kristján Gunnarsson, fjölmiðlafulltrúi Pírata, í samtali við Vísi en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata sem fer með stjórnarmyndunarumboðið, baðst undan viðtali um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitað. Birgitta og formenn hinna flokkanna, það er þau Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, hafa átt í óformlegum viðræðum í þessari viku og fundað daglega síðan á mánudag. Að sögn Kristjáns munu þeir funda aftur í dag eftir að þingfundi lýkur en á fundunum hefur verið lögð áhersla á það að ræða stór mál á borð við sjávarútvegsmálin, skattamáli og fjármögnun ríkissjóðs til að kanna hvort að þar séu einhverjir ásteytingarsteinar. Þá hafa formenn flokkanna einnig unnið að því að finna sameiginlega ferla varðandi það hvernig taka skuli ákvarðanir í formlegum stjórnarmyndunar-viðræðum og hvernig vinna skuli stjórnarsáttmála ef til þess kemur. Kristján segir að það sé í raun enginn tímarammi varðandi það hvenær formlegar stjórnarmyndunarviðræður þurfa að hefjast þó flokkarnir miði við að það liggi fyrir á morgun en þá verður vika liðin frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að það sé fullur skilningur á því frá forseta Íslands að það þurfi að taka sér tíma í þetta og vanda sig. Það er búið að gefa það út að við viljum geta svarað því fyrir helgi, sem er þá á morgun, hvort farið verði í formlegar viðræður og þessir fundir í þessari viku miða að því að geta svarað þeirri spurningu í lok vikunnar,“ segir Kristján og bætir við að öll vinna við viðræðurnar sé unnin í fullu samráði flokkanna; það sé ekki þannig að Birgitta eða Píratar stýri þeim. Fundur hefst á Alþingi núna klukkan 10:30 en þá mælir Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, fyrir bandorminum svokallaða en í honum felast margvíslegar lagabreytingar sem þarf að gera vegna fjárlaga sem ráðherrann mælti fyrir í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39 Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34 Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Birgitta um viðræður: Fundurinn í dag var frábær Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður um stjórnarsamstarf í lok þessarar viku. Fundir milli flokkanna fimm halda áfram á morgun. 6. desember 2016 23:39
Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum. 5. desember 2016 15:34
Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Leiðtogar flokkanna sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. 6. desember 2016 12:43