Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:44 Agnes Bragadóttir sakaði Inga Frey Vilhjálmsson um refsiverða háttsemi í umfjöllun hennar á mánudag Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29