Erlent

Móðir górillu-drengsins áreitt á netinu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Górillan Harambe var af sömu tegund og þessi hér.
Górillan Harambe var af sömu tegund og þessi hér. Vísir/Getty
Móðir drengsins sem féll í gryfju górillunnar Harambe hefur neyðst til þess að stroka út Facebook reikning sinn eftir stanslausar netárásir í hennar garð. Gæslumenn dýragarðsins í Cincinnati skutu dýrið til bana eftir að það greip í hönd drengsins og togaði hann til og frá í vatninu sem hann féll í.

Myndband af atvikinu birtist á fréttasíðum um allan heim og vilja margir meina að Harambe hafi í raun verið að vernda drenginn frekar en að sýna tilburði til þess að skaða hann. Í myndbandinu heyrist Michelle Gregg, móðir drengsins, öskra til sonar síns að halda ró sinni þar sem „mamma sé hérna“.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Gæslumennirnir vörðu þá ákvörðun sína að skjóta dýrið með þeim rökum að górillur séu afar sterk dýr og óútreiknanleg í hegðun. Eftir að Michelle Gregg deildi færslu á Facebook-veggi sínum þar sem hún þakkaði guði og gæslumönnum fyrir að bjarga syni sínum hrúguðust inn á síðu hennar miður svo falleg skilaboð frá fólki sem syrgt hefur dauða Harambe.


Tengdar fréttir

Verja ákvörðunina um að skjóta górilluna

Yfirmenn dýragarðs í Cincinnati segja að það hafi verið hárrétt ákvörðun að skjóta górilluna Harambe eftir að ungur drengur féll niður í gryfju hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×