Erlent

Verja ákvörðunina um að skjóta górilluna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Yfirmaður dýragarðsins í Cincinnati þar sem górilla var skotin til bana eftir að ungur drengur hafði fallið ofan í górillugryfjuna ver ákvörðunina um að skjóta górilunna. Hann segir að hann myndi gera það sama kæmi svipað atvik aftur upp.

Thayne Maynard, yfirmaður dýragarðsins, segir að górillan hafi verið orðin æst og hafi verið að meiða hinn fjögurra ára gamla dreng. Á myndbandi sem fylgir fréttinni sést hvernig górillan dregur drenginn með sér eins og ekkert sé.

Ákvörðunin um að skjóta górilluna hefur veruð gagnrýnd harðlega. Eftir að górillan hafði verið skotin hópuðust menn á Facebook og Twitter og gagnrýndu þá ákvörðun að skjóta dýrið þar sem það hafi ekki verið að ráðast á drenginn.

Maynard segir að auðvelt sé að vera vitur eftir á og að létt sé að benda á hægt hafi verið að gera hlutina öðruvísi. Hann segir þó að þeir sem gagnrýni ákvörðunina átti sig ekki á hegðun prímata og þeirr hættu sem drengurinn var í.

Harambe fæddist í dýragarði í Texas en var fluttur í dýragarðinn í Cincinatti árið 2014. Hann er af górillutegund sem er í útrýmingarhættu og átti að hann nota hann í dýragarðinum til þess að fjölga górillum af tegundinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×