Missti kærustuna í hendur „stjörnuspekings“ Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 10:02 Rannsóknir Jóhannesar eiga sér forsögu sem byggjast á sárri persónulegri reynslu. Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“ Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira