Missti kærustuna í hendur „stjörnuspekings“ Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 10:02 Rannsóknir Jóhannesar eiga sér forsögu sem byggjast á sárri persónulegri reynslu. Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“ Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira