Missti kærustuna í hendur „stjörnuspekings“ Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2015 10:02 Rannsóknir Jóhannesar eiga sér forsögu sem byggjast á sárri persónulegri reynslu. Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“ Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Jóhannes Benediktsson módel hefur afhjúpað stjörnuspá Morgunblaðsins sem plat. Hann fylgdist með stjörnuspánni um nokkurt skeið og rak þá augu í að stjörnuspáin byggir ekki á því að til þess hæfur stjörnuspekingur rýni í stjörnurnar heldur virðist sama almenna textanum rótað milli merkja. „Svo mikil voru þau vísindi!“ segir Jóhannes á Facebooksíðu sinni og birtir mynd sem sýnir nákvæmlega þetta. Hefur þetta vakið verulega athygli. „Grunur minn reyndist réttur,“ segir Jóhannes.Kærastan áhugasöm um stjörnuspá Moggans Afhjúpun Jóhannesar á sér aðdraganda, rannsóknir hans eiga sér rót í sárri persónulegri reynslu eins og Vísir komst að þegar rætt var við Jóhannes. „Þetta byrjaði eiginlega árið 2004, þegar ég átti kærustu sem var mikill áhugamaður um stjörnumerki og stjörnuspár. Hún las þær alltaf upphátt fyrir mig yfir morgunmatnum og bað mig að túlka – sem ég gerði með bros á vör.“Óveðurskýin hrannast uppÞetta var meðan allt lék í lyndi en fljótlega tóku þó óveðursskýin að hrannast upp við sjóndeildarhringinn. „Einn daginn kvað þó við annan tón í þessum spám. Þær voru allar á einn veg: Miklar breytingar framundan í einkalífinu... vertu óhrædd við að taka stórar ákvarðanir... hættu með kærastanum þínum og leitaðu hófanna annars staðar... Og þar fram eftir götunum.“Afhjúpun Jóhannesar hefur þegar vakið verulega athygli -- er mörgum brugðið; og hætt við að þeim bregði enn þegar þeir átta sig á forsögu málsins.Þegar þarna var komið sögu var farið að fara verulega um Jóhannes, og ekki að ófyrirsynju: „Eftir nokkrar vikur lét hún mig róa. Ef stjörnurnar voru ekki með okkur í liði, þá væru forlögin ekki með okkur í liði. Og hver getur flúið þau? Það var í sjálfu sér lítið sem ég gat sagt við þessu.“Byrjaði með stjörnuspámanninum sjálfumÞau sem sagt skildu skiptum en það var eins og forlögin væru með staukinn á lofti, til þess eins að salta í sárin. „Stuttu seinna byrjaði hún með gæjanum sem sá um stjörnuspána í þessu ágæta blaði. Ég hef alltaf sett spurningarmerki við þetta allt saman. Sérstaklega ef maður skoðar stjörnuspána hennar eftir að þau byrjuðu saman: Þú tókst rétta ákvörðun... framtíðin er björt... þú ert í góðum höndum núna... mundu eftir að sækja jakkafötin í hreinsun...“Hafði ímugust á stjörnuspám eftir sára persónulega reynsluVarla er nokkur maður sem heldur því gegn Jóhannesi þó hann hafi fyllst tortryggni gegn þessum dagskrárlið í hinu fornfræga Morgunblaði. „Síðan, eins og gefur að skilja, hef ég haft ímugust á stjörnuspám og kúltúrnum í kring um þær. Þetta er náttúrulega bara glórulaus della og húmbúkk – og ef mér hefur tekist að svipta hulunni af því, þá er til einhvers unnið!“
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira