Erlent

Minnst tugur særður eftir sprengingu við úkraínska þinghúsið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sprengjum hefur rignt yfir báða hópa.
Sprengjum hefur rignt yfir báða hópa.
Minnst tíu eru særði er eftir að handsprengja sprakk fyrir utan úkraínska þingið í Kænugarði. Sprengjunni var kastað af mótmælanda í átt að óeirðalögreglumönnum sem vörnuðu fólki inngöngu í húsið. Fólkið var samankomið til að mótmæla viðbótum við stjórnarskrá landsins sem eykur sjálfstæði sveitarfélaga í landinu.

Girðingum hafði verið komið upp við þinghúsið áður en mótmælendur mættu. Steinum rigndi yfir lögreglumennina auk reyksprengnja. Báðar hliðar hafa beitt táragasi gegn hinni. Handsprengjan lenti í hópi lögreglumanna og særðust minnst tíu samkvæmt yfirlýsingu á Facebook-síðu úkraínska innanríkisráðuneytisins.

Ástandið í Úkraínu hefur verið óstöðugt undanfarin ár en vopnahlé hefur verið í gildi síðustu mánuði í það minnsta að nafninu til. Stríðandi fylkingar sættust á það fyrir skemmstu að leggja niður vopn svo skólahald gæti hafist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×