MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 18:54

Matthías heldur áfram ađ safna titlum međ Rosenborg

SPORT

Minnst níu látnir í Ţýskalandi

 
Erlent
11:41 09. FEBRÚAR 2016
Taliđ er ađ lestirnar hafi skolliđ saman á miklum hrađa.
Taliđ er ađ lestirnar hafi skolliđ saman á miklum hrađa. VÍSIR/EPA

Minnst níu eru látnir eftir að tvær farþegalestir skullu saman í suðurhluta Þýskalands í morgun. Minnst hundrað eru slasaðir og þar af minnst 50 alvarlega. Meðal hinna látnu eru lestarstjórar beggja lestanna og tveir öryggisverðir.

Ekki er vitað hvað olli því að lestirnar tvær skullu saman en björgunarmenn eru enn að ná fólki úr braki lestanna. Slysið varð nálægt bænum Bad Aiblin.

Samkvæmt frétt BBC telur lögreglan að lestirnar hafi verið á mikilli ferð þegar þær skulu saman, sé litið til braksins. Þá er talið að stjórar lestanna hafi ekki bremsað fyrir áreksturinn. Þó varð slysið á skógi vöxnu svæði sem hefur reynst björgunarmönnum erfitt yfirferðar. Bátar og þyrlur voru notaðar til að flytja látna og slasaða frá lestunum.

Hundruð björgunarmanna taka þátt í aðgerðunum og notaðar eru bílar, bátar og þyrlur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Minnst níu látnir í Ţýskalandi
Fara efst