Erlent

Minnst 68 látnir eftir sprengjuárásir í Sýrlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst 68 manns hafa látið lífið eftir að tvær sprengjuárásir voru gerðar í bæ nærri borginni al-Bab seme Tyrkir og uppreisnarmenn tóku nýverið úr höndum vígamanna Íslamska ríkisins. Að mestu eru hinir látnu almennir borgarar sem voru að bíða eftir leyfi til að snúa aftur til heimila sinna í al-Bab.

Þar að auki féllu átta uppreisnarmenn samkvæmt frétt Sky News.

Um er að ræða tvær bílsprengjur sem voru sprengdar í bænum Sousian. Þar að auki féllu tveir tyrkneskir hermenn suður af al-Bab. Fregnum ber ekki saman hvort þeir hafi fallið í sjálfsmorðsárás eða vegna vegasprengju.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Tyrkir tilkynntu í dag að þeir hefðu rekið alla vígamenn ISIS frá al-Bab og vinna væri hafin við að fjarlægja jarðsprengjur og gildrur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×