Erlent

Minnst 247 látnir á Ítalíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkviliðsmaður hvílir sig í Amatrice.
Slökkviliðsmaður hvílir sig í Amatrice. Vísir/AFP
Minnst 247 eru látnir á Ítalíu eftir 6,2 stiga jarðskjálfta þar í landi í fyrrinótt. Meðal hinna látnu er mörg börn samkvæmt heilbrigðismálaráðherra landsins og búist er við því að tala látinna muni hækka enn frekar. 368 manns eru til aðhlynningar á sjúkrahúsum.

Tugir eru taldir vera fastir í rústum bæjanna Amatrice, Accumoli og Pescara del Tronto í miðhluta Ítalíu. Björgunaraðilar leituðu að fólki í rústum þorpa og bæja í gegnum nóttina en sterkir eftirskjálftar hafa fundist á svæðinu. Þær stærstu voru 5,1 og 5,4 stig.

Í gærkvöldi var tíu ára stúlku bjargað úr rústum húss í Pescara del Tronto  eftir að hún hafði verið föst þar í 17 klukkustundir.

Í bænum Amatrice voru um 70 gestir á hóteli sem hrundi en búið er að finna einungis sjö lík í rústunum. Amatrice, sem var í fyrra kosinn einn af fallegustu sögulegu þorpum Ítalíu er nánast rústir einar eftir jarðskjálftann.

Sjá einnig: Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta

Bæjarstjóri Amatrice sagði að um þrír fjórðu af byggingum bæjarins hefðu hrunið og hinar væru ekki öruggar. Fjölmargir sváfu í tjöldum í nótt en CNN segir að minnst þúsund manns hafi misst heimili sín.

 


Tengdar fréttir

Gríðarlegar skemmdir eftir jarðskjálfta

Jarðskjálftinn á Ítalíu kostaði meira en 120 manns lífið hið minnsta, en óttast var að tala látinna ætti eftir að hækka. Margra var enn saknað í gær. Leitað var í rústum húsa í von um að finna fólk þar á lífi. Hundruð eftirskj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×