Viðskipti innlent

Minni hagnaður TM

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forstjórinn Sigurður Viðarsson segir vísbendingar um aukinn vöxt.
Forstjórinn Sigurður Viðarsson segir vísbendingar um aukinn vöxt. Vísir / Stefán
Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segist mjög sáttur við afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 527 milljónum króna, 0,7 krónum á hlut. Þetta er fjórðungi minna en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var 714 milljónir.

Framlegð af vátryggingastarfsemi var 146 milljónir króna en var 38 milljónir á sama tíma í fyrra. Aftur á móti voru fjárfestingatekjur 612 milljónir króna, sem er 173 milljónum minna en á sama tímabili árið á undan.

„Samsett hlutfall var 95% þrátt fyrir að mikill kostnaður félli til vegna stórbrunans í Skeifunni 11 en handbært fé frá rekstri var neikvætt á tímabilinu vegna hans,“ segir Sigurður. Vísbendingar séu um aukinn vöxt í vátryggingastarfsemi erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×