Milljar­ur tÝma ß YouTube

 
Vi­skipti erlent
07:00 01. MARS 2017
Susan Wojcicki, framkvŠmdastjˇri YouTube, Ý gŠr ■egar fyrirtŠki­ kynnti řmsar nřjungar.
Susan Wojcicki, framkvŠmdastjˇri YouTube, Ý gŠr ■egar fyrirtŠki­ kynnti řmsar nřjungar. V═SIR/GETTY

Mannkyn horfir nú á myndbönd á myndbandaveitunni YouTube í samtals einn milljarð klukkustunda dag hvern. Jafngildir það nærri átta og hálfri mínútu á mann. Þetta kemur fram í bloggfærslu YouTube sem birtist í gær.

„Leyfið okkur að setja þetta í samhengi. Ef þú myndir setjast niður og horfa á YouTube í milljarð klukkustunda myndi það taka þig meira en hundrað þúsund ár. Fyrir hundrað þúsund árum bjuggu forfeður okkar til verkfæri úr steinum og fluttust frá Afríku á meðan loðfílar ráfuðu um jörðina,“ segir í bloggfærslunni.

Þá segir að vöxt í áhorfi megi rekja til gervigreindar sem stingi upp á því hvaða myndband notendur ættu að horfa á næst. Sú tækni var kynnt til sögunnar árið 2012. Síðan þá hefur daglegt áhorf tífaldast. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Vi­skipti / Vi­skipti erlent / Milljar­ur tÝma ß YouTube
Fara efst