Viðskipti innlent

Milljarða kaup Kínverja á hlut í CRI

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Við undirritun samninga í Hörpu í dag.
Við undirritun samninga í Hörpu í dag. Vísir/GVA
Kínverska fjárfestingarfélagið Geely Group hefur keypt hlut í Carbon Recycling International fyrir 45,5 milljónir dollara eða jafnvirði um sex milljarða íslenskra króna. Geely Group hyggst nýta tækni félagsins í bílaframleiðslu og til að draga úr mengun. Tilkynnt var um kaupin á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hörpu. Fjárfestingin felst bæði í beinu kaupframlagi og einnig frekari kaupum á hlutabréfum yfir þriggja ára tímabil.

Zhejiang Geely Holding Group Co. Ltd., eða Geely Group, er kínverskt fyrirtæki í bílaframleiðslu. Geely Group, sem var stofnað árið 1986, hefur höfuðstöðvar sínar í Hangzhou, er einn af mest ört vaxandi bílaframleiðendum Kína og stærsta fyrirtækið í einkaeigu í þeim geira.

Carbon Recycling International rekur verksmiðju í Svartsengi.
Kaupin eru liður í markmiðum fyrirtækisins til lengri tíma um að draga alveg úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda með fjölbreyttum tækninýjungum, til dæmis endurnýjanlegu metanóli sem orkugjafa á bifreiðar,“ segir Li Shufu, stjórnarformaður Geely Group.

„Þessi fjárfesting mun byggja á þeirri metanóltækni sem við búum yfir í dag sem gerir okkur auðveldara að taka upp nýja tækni til að efla þessa starfsemi í Kína.“

Carbon Recycling International nýtir koltvísýringsútblástur og breytir honum í endurnýjanlegt metanól. Endurnýjanlegt metanól er hreint eldsneyti sem blanda má við bensín til að uppfylla kröfur um hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum. Við framleiðsluna er fangaður koltvísýringur sem lágmarkar losun frá jarðvarmavirkjun. Fyrirtækið rekur verksmiðju í Svartsengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×