Viðskipti innlent

Mikill meirihluti vill ekki selja útlendingum bankana

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Mikill meirihluti þeirra sem tók afstöðu í skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins vill að Íslandsbanki og Arion banki verði seldir til íslenskra fjárfesta. Athygli vekur að 44 prósent aðspurðra eru óákveðnir eða kjósa að svara ekki.

Ein spurninganna í könnunni var í tengslum við samkomulag við kröfuhafa föllnu bankanna sem kynnt var í síðustu viku og hin svokölluðu stöðguleikaskilyrði. Spurt var: „Viltu að bankarnir verði seldir Íslendingum eða útlendingum?“

Fjörutíu og fjögur prósent svarenda vilja að bankarnir verði seldir Íslendingum, 12 prósent útlendingum, 38 prósent eru óákveðin og 6 prósent kjósa að svara ekki.

Ef eingöngu eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu vill yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eða 79 prósent að bankarnir verði seldir Íslendingum en 21 prósent vilja erlent eignarhald.

Hringt var í 1249 einstaklinga 18 ára og eldri dagana 15. og 16. júní. Átta hundrað einstaklingar svöruðu en 449 neituðu þátttöku. Svarhlutfall var því 64,1 prósent.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×