Viðskipti innlent

Mikil aukning í sölu fólksbíla á milli ára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA
Sala á nýjum fólksbílum í september jókst um 58 prósent frá því í fyrra. Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili eru 553 stykki á móti 350 í sama mánuði 2013 eða aukning um 203 bíla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.

 

Samtals hafa verið skráðir 8169 fólksbílar á fyrstu 9 mánuðum ársins og er það 30,7 prósent aukning frá fyrra ári. Fjöldi bílaleigubíla af heildar nýskráningu er 4279 það sem af er árinu eða 52 prósent. Í september voru nýskráðir 26 bílaleigubílar eða 4,7 prósent af heildar nýskráningum mánaðarins

 

„Sala nýrra bíla hefur verið góð það sem af er ári sem og sala notaðra bíla. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er frammá þennan árstíma er búið að afgreiða stærsta hluta af þeim bílum sem fara til bílaleigna. Þrátt fyrir það er góður gangur í sölu nýrra bíla sem fara í auknum mæli til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×