Viðskipti innlent

Midi.is komið í eigu 365 miðla

Ari Edwald forstjóri 365 miðla.
Ari Edwald forstjóri 365 miðla.
365 miðlar hafa keypt Midi.is. „Við erum afar ánægð með þessa lendingu og þetta á eftir að verða mikið framfararskref fyrir okkur," segir Ólafur Thorarensen, framkvæmdastjóri Midi.is, þegar ljóst er að Samkeppniseftilitið hefur samþykkt kaup 365 miðla á félaginu.

Ólafur segir í tilkynningu vegna kaupanna að Midi.is hafi verið í söluferli í um tveggja ára skeið og því hafi verið erfitt að halda uppi fullum dampi í rekstrinum. Með kaupum 365 miðla á félaginu sé allri óvissu eitt. „Við höfum nú fengið öflugan bakhjarl sem ætlar sér stóra hluti með Midi.is og það er mjög mikilvægt fyrir okkur," segir Ólafur!

Ari Edwald, forstjóri 365, segir starfsemi Midi.is falla vel að rekstri 365. Nú verði skoðað með hvaða hætti megi bæta þjónustuna við núverandi viðskiptavini og hvar séu tækifæri til að bæta í og gera enn betur. Hann segir Samkeppniseftirlitið hafa sett ákveðna fyrirvara um kaupin.

„Við munum reka Midi.is í sér félagi og erum bundin af ákveðnum reglum um hvernig við getum nýtt miðla 365 fyrir Midi.is en það mun engin áhrif hafa á þau áform okkar að gera þetta sterka vörumerki enn öflugra," segir Ari.

Stjórn Midi.is skipa Þórður Már Jóhannesson, sem er formaður, Erling Freyr Guðmundsson og Svanur Valgeirsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×