Viðskipti erlent

Metsala áfengis í netverslun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norðmenn hafa aldrei keypt jafnmikið áfengi í gegnum netið og í fyrra.
Norðmenn hafa aldrei keypt jafnmikið áfengi í gegnum netið og í fyrra. vísir/getty
Metsala var á áfengi í fyrra í gegnum netverslun áfengisverslunar norska ríkisins. Pantanirnar í fyrra voru 140 þúsund og er það 190 prósenta aukning frá 2010.

Í fyrra voru keyptar 2,2 milljónir lítra af áfengi í gegnum netverslunina. Af þeim voru 77 þúsund lítrar afhentir heim að dyrum en 363 þúsund lítrar voru sóttir á pósthús. Afgangurinn var sóttur í vínbúðirnar eftir að hafa verið pantaður fyrirfram á netinu.

Aðeins áfengisverslun ríkisins má selja áfengi í gegnum netið í Noregi. Einu undantekningarnar eru nokkrar taxfree-verslanir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×