Viðskipti erlent

Mest auðæfi í eigu kvenna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Því er spáð að eftir nokkra áratugi muni tveir þriðju hlutar allra auðæfa í Bandaríkjunum verða í eigu kvenna.
Því er spáð að eftir nokkra áratugi muni tveir þriðju hlutar allra auðæfa í Bandaríkjunum verða í eigu kvenna.
Konur munu eiga tvo þriðju hluta allra auðæfa í Bandaríkjunum eftir nokkra áratugi, samkvæmt frétt á  vef Aftenposten sem vitnar í greiningarfyrirtækið MSCI.

Peter Wütrich, sem starfar við svissneska ráðgjafarfyrirtækið On Value, segir í viðtali við Aftenposten að dæmigerður viðskiptavinur sé kona á aldrinum 18 til 40 ára sem tilheyri nýrri kynslóð erfingja. Wütrich, sem hefur verið ráðgjafi í eignaumsýslu í tugi ára, segir allar konurnar hafa skýra mynd af því hvernig þær vilji ávaxta fé sitt. Þær hugsi mikið um loftslagsbreytingar og vilji stuðla að vexti í þróunarlöndum.

Forstjóri On Value, Ivo Knoepfel, segir karla keppast um að taka sem mesta áhættu og helsta markmið þeirra sé að græða sem mest. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×