Menningarsjokkið sterkur þáttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 10:00 Vísir/Pjetur Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku. Menning Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku.
Menning Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Stjörnufans í sumarselskap Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira