Menningarsjokkið sterkur þáttur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 10:00 Vísir/Pjetur Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ég þekkti ekkert til Melittu þegar ég var beðinn um að þýða ljóðin hennar,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson sem þýddi ljóðabókina Vom Rand der Welt eftir Melittu Urbancic. Bókin nefnist á íslensku Frá hjara veraldar og kemur út í dag í tengslum við sýningu og málþing um ævi og störf Melittu í Þjóðarbókhlöðunni. „Þetta eru að sumu leyti útlagaljóð,“ segir Sölvi spurður hvernig ljóð þetta séu. „Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“ Sölvi segir að þegar á líður bókina birti þó yfir ljóðunum. „Hún verður mun sáttari og mörg ljóðanna í seinni hlutanum eru hálfgerð ættjarðarljóð um Ísland.“ Er Melitta gott skáld? „Já, hún er ansi mögnuð. Það kom mér á óvart að finna þessi ljóð um Ísland, ort af útlendingi sem bjó hér. Þetta er dálítið sérstakur póstur í íslenskri bókmenntasögu.“ Gauti Kristmannsson skrifar ítarlegan eftirmála um ævi og störf Melittu og Sölvi segir margt athyglisvert koma þar fram. „Hann rekur meðal annars tengsl hennar við þekkta og mikla heimspekinga og aðra andans menn úti í Þýskalandi á sínum tíma. Hún skrifaðist til dæmis á við ljóðskáldið Rainer Maria Rilke og fleiri. Þetta var alveg stórmerkileg kona, auk skriftanna var hún leikkona og myndhöggvari og mikill frumkvöðull eins og sést til dæmis á því að hún fór að rækta býflugur inni í Laugarnesi og varð þar með fyrst til að reyna slíka rækt hér á landi. Þannig að hún var merkileg á mörgum sviðum.“ Bókin er tvímála, á íslensku og þýsku, og á málþinginu í dag mun Sölvi lesa þýðingar sínar á nokkrum ljóðum en Sabine Leskopf les sömu ljóð á frummálinu, þýsku.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira