Erlent

Medvedev óttast að ný heimsstyrjöld blossi upp

Atli Ísleifsson skrifar
Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands.
Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Vísir/AFP
Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að allir aðilar verði að setjast að samningsborðinu til að binda enda á stríðið í Sýrlandi og þannig koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld.

„Bandaríkjamenn og arabísk bandalagsríki okkar verða hugsa sig vel um. Vilja þeir varanlegt stríð,“ spyr Medvedev í samtali við þýska blaðið Handelsblatt.

„Ómögulegt er að vinna slíkt stríð skjótt, sérstaklega ekki í arabaheiminum þar sem allir berjast gegn öllum. Allir aðilar neyðast til að setjast að samningsborðinu í stað þess að leggja grunn að nýrri heimsstyrjöld.“

Forsætisráðherrann segir að Bandaríkin og Rússland verði að þrýsta á alla deiluaðila og neyða fram vopnahlé.

Sýrlandsher hefur notið aðstoðar rússneska flughersins í baráttu sinni við uppreisnarhópa í landinu. Rússar hafa lagt fram tillögu um vopnahlé, en Bandaríkjastjórn og sýrlenskir uppreisnarhópar hafa lýst yfir efasemdum.

Tillagan verður rædd þegar rúmlega sex hundruð leiðtogar hvaðanæva að úr heiminum koma saman á öryggisráðstefnu í München á morgun og er vonast til að viðræðurnar stuðli að betri árangri þegar friðarviðræður fara fram í Genf síðar í mánuðinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×