Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 12:18 Símon Sigvaldason og Sverrir Ólafsson vísir Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. Sverrir var meðdómari í Aurum-málinu en Hæstiréttur mat hann vanhæfan til að dæma í málinu eftir að dómur féll vegna ummæla sem höfð voru eftir Sverri í fjölmiðlum í kjölfar dómsins. Í Aurum-málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákæru af umboðssvik og hlutdeild í þeim. Eftir að dómur féll í júní 2014 upphófst umræða í samfélaginu um að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar sem sérstakur saksóknari hafði ákært í Al Thani-málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kvaðst ekki hafa vitað af þessum tengslum og taldi að vegna þeirra mætti efast um óhlutdrægni Sverris til að dæma í Aurum-málinu. Sverrir var ekki sérstaklega hrifinn af þessum ummælum Ólafs Þórs enda sagðist hann telja að saksóknarinn hefði alla tíð vitað af þessum tengslum. Þá sagði hann meðal annars: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“Sjá einnig:Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnarSegir að ummæli Símons hafi vakið undrun margra Nú telur Sverrir að efast megi um hæfi Símons vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum, en innan lögfræðistéttarinnar og víðar er þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfall er í málum þar sem hann er dómari. Ummælin sem Sverrir vísar til lét Símon falla í viðtali í Síðdegisútvarpi RÚV í desember síðastliðnum en þær ræddi hann um þyngri refsingar í kynferðisbrotamálum: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Sverrir segir að þessi ummæli hafi vakið undrun margra. Hann segir þau í raun „ótrúleg og setja, ásamt nýlegum dómsuppsögum dómarans, stórt spurningamerki við hæfi Símonar Sigvaldasonar til að takal hlutlausa, ígrundaða og málefnalega afstöðu til jafn mikilvægra mála og bankamálin eru.“Telur að samfélagsvitundin hafa raskað dómgreind sumra dómara Símon var dómsformaður í fjölskipuðum héraðsdómi í Stím-málinu þar sem þrír menn, þeir Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, voru fundnir sekir um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi, Jóhannes í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík í 18 mánaða fangelsi. Málið snerist um milljarða lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Stím á árunum 2007 og 2008. Að mati Sverris er dómur héraðsdóms í Stím-málinu rangur en í grein sinni segir hann meðal annars: „Ég tel að það sé full ástæða til að efast um réttmæti þessa dóms, sem virðist ekki byggður á sterkum rökum til stuðnings sakfellingu, hvorki í lagalegu né fjármálalegu tilliti. Dómurinn tekur á engan hátt rökrænt, né af þekkingu á umfangsmikilli málsvörn sakborninga eða álitsgerðum sérfræðinga.“ Í greininni rekur Sverrir svo málavexti Stím-málsins og færir meðal annars rök fyrir því að ekki sé hægt að tala um að lán Glitnis til félagsins hafi verið veitt án fullnægjandi trygginga. Í lok greinarinnar segir síðan Sverrir: „Til þess að komast að réttari og þar af leiðandi sanngjarnari niðurstöðu í þeim bankamálum sem að undanförnu hafa verið rekin í íslenska dómskerfinu hefði ef til vill verið heillavænlegra að leita eftir aðstoð erlendra sérfræðinga á sviði fjármálalögfræði og áhættustýringar. Telja má nokkuð víst að erlendir sérfræðingar hefðu ekki verið jafnuppteknir af því að taka tillit til samfélagsvitundarinnar, sem virðist hafa raskað dómgreind sumra dómara og komið í veg fyrir það að ákærðir bankamenn njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum landsins.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega. Sverrir var meðdómari í Aurum-málinu en Hæstiréttur mat hann vanhæfan til að dæma í málinu eftir að dómur féll vegna ummæla sem höfð voru eftir Sverri í fjölmiðlum í kjölfar dómsins. Í Aurum-málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákæru af umboðssvik og hlutdeild í þeim. Eftir að dómur féll í júní 2014 upphófst umræða í samfélaginu um að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar sem sérstakur saksóknari hafði ákært í Al Thani-málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kvaðst ekki hafa vitað af þessum tengslum og taldi að vegna þeirra mætti efast um óhlutdrægni Sverris til að dæma í Aurum-málinu. Sverrir var ekki sérstaklega hrifinn af þessum ummælum Ólafs Þórs enda sagðist hann telja að saksóknarinn hefði alla tíð vitað af þessum tengslum. Þá sagði hann meðal annars: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“Sjá einnig:Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnarSegir að ummæli Símons hafi vakið undrun margra Nú telur Sverrir að efast megi um hæfi Símons vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum, en innan lögfræðistéttarinnar og víðar er þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfall er í málum þar sem hann er dómari. Ummælin sem Sverrir vísar til lét Símon falla í viðtali í Síðdegisútvarpi RÚV í desember síðastliðnum en þær ræddi hann um þyngri refsingar í kynferðisbrotamálum: „Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Sverrir segir að þessi ummæli hafi vakið undrun margra. Hann segir þau í raun „ótrúleg og setja, ásamt nýlegum dómsuppsögum dómarans, stórt spurningamerki við hæfi Símonar Sigvaldasonar til að takal hlutlausa, ígrundaða og málefnalega afstöðu til jafn mikilvægra mála og bankamálin eru.“Telur að samfélagsvitundin hafa raskað dómgreind sumra dómara Símon var dómsformaður í fjölskipuðum héraðsdómi í Stím-málinu þar sem þrír menn, þeir Lárus Welding, Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, voru fundnir sekir um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi, Jóhannes í tveggja ára fangelsi og Þorvaldur Lúðvík í 18 mánaða fangelsi. Málið snerist um milljarða lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Stím á árunum 2007 og 2008. Að mati Sverris er dómur héraðsdóms í Stím-málinu rangur en í grein sinni segir hann meðal annars: „Ég tel að það sé full ástæða til að efast um réttmæti þessa dóms, sem virðist ekki byggður á sterkum rökum til stuðnings sakfellingu, hvorki í lagalegu né fjármálalegu tilliti. Dómurinn tekur á engan hátt rökrænt, né af þekkingu á umfangsmikilli málsvörn sakborninga eða álitsgerðum sérfræðinga.“ Í greininni rekur Sverrir svo málavexti Stím-málsins og færir meðal annars rök fyrir því að ekki sé hægt að tala um að lán Glitnis til félagsins hafi verið veitt án fullnægjandi trygginga. Í lok greinarinnar segir síðan Sverrir: „Til þess að komast að réttari og þar af leiðandi sanngjarnari niðurstöðu í þeim bankamálum sem að undanförnu hafa verið rekin í íslenska dómskerfinu hefði ef til vill verið heillavænlegra að leita eftir aðstoð erlendra sérfræðinga á sviði fjármálalögfræði og áhættustýringar. Telja má nokkuð víst að erlendir sérfræðingar hefðu ekki verið jafnuppteknir af því að taka tillit til samfélagsvitundarinnar, sem virðist hafa raskað dómgreind sumra dómara og komið í veg fyrir það að ákærðir bankamenn njóti réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum landsins.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm. 22. apríl 2015 18:32
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10
Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“ Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag. 13. apríl 2015 12:15
Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41