Lífið

Með uppistand í kanadískri stofu

rökkvi vésteinsson Rökkvi er nýkominn heim frá Kanada þar sem hann hélt þrjár uppistandssýningar.fréttablaðið/valli
rökkvi vésteinsson Rökkvi er nýkominn heim frá Kanada þar sem hann hélt þrjár uppistandssýningar.fréttablaðið/valli

Grínistinn Rökkvi Vésteinsson hélt nýverið þrjár uppistandssýningar í Kanada, þar af eina í heimahúsi í Montreal. Þar er haldið uppistandskvöld einu sinni í viku sem nefnist The Too Much Show þar sem grínistar stíga á svið í miðri stofu heima hjá listamanni nokkrum.

„Þetta er með því mest spes sem ég hef gert í uppistandi," segir Rökkvi. „Það er nett ruglaður málari sem á þetta sem hengir upp málverkin sín úti um allt. Þarna má reykja af því að þetta er heima hjá honum, þannig að þetta var haldið í hitasvækju og reyk.

Svo drapst hljóðneminn líka þannig að ég var hljóðnemalaus í ógeðslegri hitasvækju og reyk að æpa yfir áhorfendur. Ég er mjög feginn að hafa verið í söngtímum því þeir björguðu því að ég skyldi ekki rústa röddinni í mér," segir hann.

Rökkvi kom einnig fram á Comedyworks-klúbbnum í Montreal og YukYuk"s í Ottawa, en Yuk-Yuk"s er stór keðja af grínklúbbum í Kanada. Vann hann einmitt uppistandskeppni í þeim klúbbi fyrir þremur árum.

Næst á dagskrá hjá Rökkva er að skipuleggja uppistandskvöld hér á landi fyrir belgíska atvinnugrínistann Lieven Scheire sem kemur hingað í júlí.

Hann kom síðast hingað fyrir þremur árum og skemmti gestum með gríni sínu og glensi.- fb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×