Sport

Mayweather: Ég er víst betri en Ali

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma.

Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum.

Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar.

„Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN.

Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín.

„Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli.

„Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“

„Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“

Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×