Erlent

May segir að dagar afskipta Bandaríkjanna og Breta í málefnum annarra ríkja séu taldir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bretland og Bandaríkin verða að koma sér hjá því að skipta sér af málefnum annarra fullvalda ríkja með þeim tilgangi að móta heiminn í eigin mynd voru skilaboð Theresu May, forsætisráðherra Bretlands er hún hóf opinbera heimsókn sína til Bandaríkjanna.

May hóf ferð sína með því að ræða við framámenn innan Repúblikana-flokksins á fundi flokksins í Philadelphiu í dag. Þar hélt May ræðu um utanríkismálefni. Þar sagði hún að stjórn gæti ekki tekið upp stefnu fyrri ríkisstjórna sem hafi orðið til þess að Bretar hefðu orðið fastir í kostnaðarsömum og tímafrekum átökum í Miðausturlöndum.

„Dagar afskiptasemi Bretlands og Bandaríkjanna í málefnum fullvalda ríkja með það að markmið að móta heiminn eftir okkar hugmyndum eru taldir,“ sagði May. Hún ítrekaði þó að þessi tvo ríki gegndu mikilvægu hlutverki á alþjóðavettvangi.

Sagði hún að þessi ríki gætu ekki horft framhjá vandanum í Sýrlandi og þeim ógnum sem steðjar að ISIS. Þá varaði May sérstaklega við slæmum áhrif Íran og að mikilvægt væri að draga úr þeim áhrifum. Sagði May að lykillinn að því væri að fylgja nýlegum samningi Vesturveldanna við Íran af hörku og að engin brot á honum af hálfu Írana mætti líða.

Er þetta nokkuð í andstöðu við viðhorf Trump sem hefur talað um að hann myndi vilja fella samninginn úr gildu og endurreisa einangrun Írana á alþjóðavettvangi.

Ræðu May var vel tekið af leiðtogum Repúblikanaflokksins. Á morgun heldur May svo til Washington þar sem hún mun hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×