Martial sló í gegn í frumraun sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 07:00 Martial gulltryggði sigur Manchester United á Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir félagið. vísir/getty Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira