Margt enn óunnið eftir aldarbaráttu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. maí 2016 11:30 Vísir/Pjetur Það hefur aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í sumum tilfellum séu brotin það slæm að þau jaðri við mansal og þrælahald. Hátterni einstaka atvinnurekenda sé eins og í upphafi síðustu aldar. Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkafólks, er í dag. Verkalýðshreyfingin á Íslandi stendur fyrir ríflega þrjátíu baráttufundum um allt land í tilefni dagsins. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að margt enn óunnið þrátt fyrir aldarbaráttu sambandsins fyrir bættum kjörum verkafólks. „Annars vegar hefur komið í ljós í þessum uppgangi sem er núna að verða að það er allt of mikið um það að einstaka óprúttnir atvinnurekendur eru að misnota bæði unga fólkið sem er að byrja á vinnumarkaði og líka erlenda félaga okkar sem eru að koma hingað til þess að leysa úr verkum. Ekki að greiða þeim kjör eins og þeir eiga rétt á. Þess vegna ýttum við úr vör þessu átaki, Einn réttur – Ekkert svindl, sem á svolítið að ramma þetta inn. En þetta minnir svolítið á það að þrátt fyrir hundrað ára baráttu megum við aldrei slaka á í aðhaldinu. Þetta geti skroppið undan. Hins vegar þá beinum við athyglinni líka að velferðarpólitískum þáttum eins og heilbrigðiskerfinu, húsnæðiskerfið, kjör aldraðra og aðbúnað þeirra, húsnæði og þjónusta. Allt eru þetta atriði sem ég tel að skipti mjög miklu máli í hvernig við ætlum að nýta það góðæri sem er byrjað og er fram undan og hvað við ætlum og þurfum að hafa í forgangi.“ Gylfi segir það mikið áhyggjuefni að það hafi aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. „Það er talsvert að koma í ljós af þessu og það hefur verið svo slæmt að það jaðri við mansal og nánast þrælahald á mjög alvarlegu stigi. Því miður erum við að sjá svipað hátterni og við sáum í upphafi síðustu aldar af hálfu einstakra atvinnurekenda. Það er ekki þannig vinnumarkaður sem við kærum okkur um. Við ætlumst til þess að allir njóti sannmælis og njóti réttra kjara,“ segir Gylfi Arnbjörnsson flytur ávarp á útifundinum sem hefst á eftir klukkan tíu mínútur yfir tvö á Ingólfstorgi í Reykjavík. Sjá má lista yfir hátíðarhöld í landinu á vef ASÍ. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Það hefur aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í sumum tilfellum séu brotin það slæm að þau jaðri við mansal og þrælahald. Hátterni einstaka atvinnurekenda sé eins og í upphafi síðustu aldar. Fyrsti maí, alþjóðlegur baráttudagur verkafólks, er í dag. Verkalýðshreyfingin á Íslandi stendur fyrir ríflega þrjátíu baráttufundum um allt land í tilefni dagsins. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að margt enn óunnið þrátt fyrir aldarbaráttu sambandsins fyrir bættum kjörum verkafólks. „Annars vegar hefur komið í ljós í þessum uppgangi sem er núna að verða að það er allt of mikið um það að einstaka óprúttnir atvinnurekendur eru að misnota bæði unga fólkið sem er að byrja á vinnumarkaði og líka erlenda félaga okkar sem eru að koma hingað til þess að leysa úr verkum. Ekki að greiða þeim kjör eins og þeir eiga rétt á. Þess vegna ýttum við úr vör þessu átaki, Einn réttur – Ekkert svindl, sem á svolítið að ramma þetta inn. En þetta minnir svolítið á það að þrátt fyrir hundrað ára baráttu megum við aldrei slaka á í aðhaldinu. Þetta geti skroppið undan. Hins vegar þá beinum við athyglinni líka að velferðarpólitískum þáttum eins og heilbrigðiskerfinu, húsnæðiskerfið, kjör aldraðra og aðbúnað þeirra, húsnæði og þjónusta. Allt eru þetta atriði sem ég tel að skipti mjög miklu máli í hvernig við ætlum að nýta það góðæri sem er byrjað og er fram undan og hvað við ætlum og þurfum að hafa í forgangi.“ Gylfi segir það mikið áhyggjuefni að það hafi aukist að kjarasamningar séu ekki virtir og brotið sé á réttindum launafólks. „Það er talsvert að koma í ljós af þessu og það hefur verið svo slæmt að það jaðri við mansal og nánast þrælahald á mjög alvarlegu stigi. Því miður erum við að sjá svipað hátterni og við sáum í upphafi síðustu aldar af hálfu einstakra atvinnurekenda. Það er ekki þannig vinnumarkaður sem við kærum okkur um. Við ætlumst til þess að allir njóti sannmælis og njóti réttra kjara,“ segir Gylfi Arnbjörnsson flytur ávarp á útifundinum sem hefst á eftir klukkan tíu mínútur yfir tvö á Ingólfstorgi í Reykjavík. Sjá má lista yfir hátíðarhöld í landinu á vef ASÍ.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira