Viðskipti innlent

Már útilokar ekki evruna þrátt fyrir vandræði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson úrilokar ekki evru.
Már Guðmundsson úrilokar ekki evru.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að það geti verið góður valmöguleiki fyrir Ísland að taka upp evru, þrátt fyrir skuldavandann. Már Guðmundsson, segir að skuldavandi evruríkja, sé ekki tilkominn vegna sameiginlegu myntarinnar heldur vegna skorts á eftirliti í bankakerfinu.

Í frétt á vef BBC er fjallað um það að Íslendingar hafi sótt um aðild að Evrópusambandinu. Már segir í samtali við BBC að hann telji að Íslendingar geti spjarað sig bæði innan og utan evrusvæðisins.

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð evrunnar vegna þeirra vandræða sem Grikkland og Írland, sem bæði eiga aðild að myntsamstarfi Evrópu, hafa ratað í að undanförnu.




Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar: Kostir evru óljósari en áður

Aðild að evrusamstarfinu tryggir ekki sjálfkrafa efnahagslega farsæld og kostir evrunnar fyrir Íslendinga eru óljósari en áður í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í samtali við Reuters fréttastofuna í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×