MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Guardiola búinn ađ banna pizzur hjá Man City

SPORT

Mansal í Vík: Mađurinn úrskurđađur í gćsluvarđhald til 18. mars

 
Innlent
17:46 19. FEBRÚAR 2016
Húsiđ í Vík í Mýrdal ţar sem konurnar unnu.
Húsiđ í Vík í Mýrdal ţar sem konurnar unnu. VÍSIR/ŢÓRHILDUR ŢORKELSDÓTTIR

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann fæddan 1975 á Sri Lanka í mánaðarlangt gæsluvarðhald til 18. mars næstkomandi vegna rannsóknar á meintu vinnumansalsmáli.

Maðurinn var handtekinn í Vík um hádegisbil í gær vegna rannsóknarinnar.

Í tilkynningu á vef lögreglu segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu.

Grunur leikur á að tvær útlenskar konur séu þolendur mansals þar sem maðurinn er grunaður um að hafa haldið þeim í vinnuþrælkun.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Mansal í Vík: Mađurinn úrskurđađur í gćsluvarđhald til 18. mars
Fara efst