Innlent

Manndráp á Miklubraut: Sýknaður en gert að sæta öryggisgæslu

Þorgeir Helgason skrifar
Frá vettvangi manndrápsins við Miklubraut í fyrra.
Frá vettvangi manndrápsins við Miklubraut í fyrra. Vísir/JÓE
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af refsikröfu ákæruvalds fyrir að hafa stungið mann 47 sinnum og ráðið honum bana í október í fyrra. Manninum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Manndrápið átti sér stað í búsetukjarna fyrir geðfatlaða.

Maðurinn játaði í viðtölum við geðlækna að hann hefði skipulagt manndrápið með að minnsta kosti viku fyrirvara. Meðal annars með því að stela hníf úr hnífaskúffu sem hafi átt að vera lokuð og læst. Hann var reiður fórnarlambinu fyrir að hafa stefnt sér í fíkniefnaskuldir.

Guð hafi sagt honum að drepa mann til þess að hann gæti eignast land. Maðurinn segist ekki hafa séð neitt rangt við manndrápið fyrr en löngu síðar. Við verknaðinn var maðurinn undir áhrifum amfetamíns.

Fyrir dóminum lágu ítarlegar geðlæknisfræðilegar rannsóknir á heilsufari mannsins fyrir verknaðinn, á verknaðarstundu og eftir hann. Mat dómsins var að augljóst væri að maðurinn væri mjög veikur og hefði verið það lengi. Því féllst héraðsdómur á varakröfu ákæruvaldsins að manninum yrði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Maðurinn var dæmdur til að greiða syni fórnarlambsins þrjár milljónir króna í miskabætur en málskostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Gleymdist að loka og læsa hnífaskúffunni

Ekkert eftirlit var haft með lyfjagjöf sakborningsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið manni að bana í búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Fórnarlambið var stungið 47 sinnum. Mikill munur á sakborningi núna, þegar hann tekur lyfin sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×