Viðskipti innlent

Makrílkvóti Íslendinga minnkar um 38 prósent

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/STefán
Alþjóða hafrannsóknaráðið gaf fyrir hádegi út makrílkvóta fyrir næstu vertíð og verður hann 890 þúsund tonn. Vitað er að heildarstofninn er í örum vexti og reiknuðu margir með verulegri aukningu á kvótanum í ár. Hann er nú aðeins meðaltal þriggja síðustu ára.

Tólf prósenta hlutur af heildarkvótanum, sem nú hefur verið ákveðinn og Íslendingum stóð til boða af hálfu Evrópusambandsins, er 106 þúsund tonn. Íslensku skipin veiddu um það bil 170 þúsund tonn af makríl í fyrra.

Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi. Hæpið er að Evrópusambandið geti lengur hótað Íslendingum þvingunaraðgerðum þar sem báðir aðilar voru orðnir sammála um hlut Íslands í kvótanum.  

Enn sem fyrr neituðu Norðmenn að fallast á að Íslendingar og Færeyingar fengju umþaðbil 12 prósent kvótans hvor þjóð, sem Evrópusambandið gat fallist á. Auk þess  vilja Norðmenn  að kvótinn verði nokkru meiri en Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til, en óttast er að það geti skapað offramboð og verðhrun á helstu mörkuðum fyrir makríl.

Þá flækir það stöðuna enn, að Grænlendingar krefjast nú hundrað þúsund tonna kvóta í sinni lögsögu, enda er makríll farinn að ganga inn í hana í stórum stíl og þegar er búið að skrá nokkur íslensk skip í Grænlandi til að stunda makríl veiðar þar.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að nú sé útséð um að samkomulag náist fyrir vertíðina, en það þýðir að Íslendingar muni ákveða kvóta sinn einir. Ekki hefur enn verið ákvið hvort íslensk stjórnvöld muni úthluta 12 prósentum af heildarkvótanum, þegar hann hefur verfið ákveðinn, en verði það niðurstaðan hefur Evrópusambandið vart forsendur til að hóta okkur viðskiptaþvingumum vegna stjórnlausra veiða, eins og nokkrum sinnum hefur komið til tals.

Þá er óljóst hvort skipin, sem veiða Makríl í Grænlenskri lögsögu,fá að landa hér á landi, en þau geta hvergi landað á Austurströnd Grænlands.  


Tengdar fréttir

Makrílkvótinn ákveðinn einhliða

Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákveða makrílkvótann hér við land í ár eftir að fundi þeirra strandríkja, sem hagsmuna eiga að gæta, lauk án árangurs í gærkvöldi.

Samið um verð fyrir aðgang að innri markaði ESB

Næsti fundur vinnuhópa vegna endursamnings um fjárframlög EES-ríkjanna til Þróunarsjóðs EFTA (Evrópska fríverslunarbandalagsins) er ráðgerður um eða upp úr miðjum þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×