Innlent

Magnað myndband sem sýnir vel norðurljósasýninguna seinustu daga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta í vikunni.
Norðurljósin skörtuðu sínu fegursta í vikunni. Vísir/Vilhelm
Það má segja að sannkallað norðurljósaæði hafi gripið landann nú í vikunni en norðurljós sáust vel á höfuðborgarsvæðinu meðal annars á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudaginn var slökkt á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu svo hægt að væri að njóta norðurljósasýningarinnar betur.

Ef einhver hins vegar missti af ljósadýrðinni þá má hér að neðan sjá nokkuð magnað myndband sem þeir Snorri Þór Tryggvason hjá Iceland Aurora Films og Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðisvefsins tóku af norðurljósunum en myndbandið er tekið víðs vegar í og við Reykjavík á miðvikudag og fimmtudag.

City Lights - Northern Lights real time video from Iceland Aurora Films on Vimeo.


Tengdar fréttir

Norðurljósaæði á Íslandi

Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×