Innlent

Maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn var leiddur fyrir dómara fyrr í dag.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara fyrr í dag. Vísir/Pjetur
Karlmaður af erlendum uppruna var í dag í héraðsdómi Reykjavikur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst næstkomandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna, síbrota og hættusjónarmiða.

Eins og fram hefur komið rannsakar lögreglan nú mál þar sem karlmaður er grunaður um að hafa smitað ungar konur af alvarlegum smitsjúkdómi. Lögreglan segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Maðurinn er hælisleitandi hér á landi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Þetta hefur fréttastofa Vísis eftir áreiðanlegum heimildum.  Ekki er vitað hve margar konur eru smitaðar af veirunni eftir manninn.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×