Innlent

Maðurinn sem féll við ísklifur er látinn

Maðurinn sem hrapaði við ísklifur í íshellinum við mynni Veðurárdals við Breiðamerkurjökul seinni partinn í dag er látinn. Lögreglan á Höfn í Hornafirði staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Tildrög slyssins eru í rannsókn.

Maðurinn var Þjóðverji á sextugsaldri samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum. Hann var í fylgd leiðsögumanns en með í ferð var annar leiðsögumaður til aðstoðar tveimur öðrum. Fallið var um 10 til 12 metrar.

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Höfn og úr Öræfum fóru strax á staðinn þegar beiðni um aðstoð barst. Þyrla landhelgisgæslunnar fór einnig á staðinn með fjallabjörgunarmenn af höfuðborgarsvæðinu. Einnig voru sóttir björgunarsveitarmenn sem eru við störf hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum í Skaftafelli til aðstoðar.

KORT/LOFTMYNDIR
Talsverðan tíma tók að ná manninum upp úr íshellinum en hann var um 200 metra inni í honum. Björgunarmenn þurftu að vaða mittisdjúpt vatn með manninn. Ferðin niður jökulinn gekk þó vel.

Alls tóku um 30 - 40 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðinni í dag enda um seinlegt og erfitt svæði að ræða. Áætlað var að björgunarmenn yrðu komnir til síns heima um níuleytið í kvöld.

 


Tengdar fréttir

Björgunarsveitin komin í íshellinn

Björgunarsveitarmennirnir fóru inn í íshellinn til þess að ná manni sem hrapaði þar við ísklifur út úr hellinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×