Menning

Lygi Yrsu glæpasaga ársins í Bretlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yrsa Sigurðardóttir.
Yrsa Sigurðardóttir. Mynd/Sigurjón Ragnar
Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er glæpasaga ársins í Bretlandi, að mati gagnrýnenda Sunday Times.

Bókmenntagagnrýnendur blaðsins völdu um helgina bækur ársins í fjórum flokkum: trylli, glæpasögu, sögulega skáldsögu og smásögu og var bók Yrsu valin í flokki glæpasagna.

Gagnrýnandi The Times segir að bók Yrsu staðfesti að hún sé einn fremsti rithöfundur Norðurlanda. Í haust birti Sunday Times dóm um Lygi þar sem sagði meðal annars að bókin væri snilldarverk, Yrsa færi glæsilega með hina þrjár ólíku þræði sögunnar og hún drægi þá saman í ógleymanlegan hápunkt.

Lygi kom út hér á landi árið 2013 en vel hefur gengið að undanförnu hjá Yrsu. Yrsa Sigurðardóttir ehf., rekstrarfélagið í kringum bókaútgáfu höfundarins, hagnaðist um 32,2 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tæplega fimmtíu prósent meiri hagnað en árið 2014, þegar hann nam 21,9 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Hagnaður vex hjá Yrsu

Yrsa Sigurðardóttir ehf., rekstrarfélagið í kringum bókaútgáfu höfundarins, hagnaðist um 32,2 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tæplega fimmtíu prósent meiri hagnað en árið 2014, þegar hann nam 21,9 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×