Lýðræði okkar er berskjaldað Frosti Sigurjónsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun