Lýðræði okkar er berskjaldað Frosti Sigurjónsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins. Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Erlend stjórnvöld og alþjóðafyrirtæki geta hæglega yfirgnæft lýðræðislega umræðu í jafn fámennu landi og okkar, nema slík inngrip verði bönnuð með lögum. Því miður virðist þó einna brýnast að takmarka svigrúm ríkisvaldsins til að beita sér. Í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Icesave III, fór ríkisstjórnin í mikla herferð um landið og hvatti kjósendur til að samþykkja lögin. Bæklingur var sendur á öll heimili, en áður var beiðni Advice hópsins um að bæklingurinn innihéldi bæði með- og mótrök hafnað. Á móti ríkisvaldinu fór fámennur hópur sjálfboðaliða sem lagði nótt við dag til þess að koma andmælum á framfæri við landsmenn. Ríkisstjórnin stýrði öllum tímasetningum og sá sér hag í því að skammta sem fæsta daga til andmæla. Beiting ríkisvaldsins með þeim hætti sem hér er lýst er í raun ofbeldi gagnvart lýðræðinu í landinu. Aðildarsamningur að ESB mun verða settur í þjóðaratkvæði. Bæði Já- og Nei-hreyfingar hafa sprottið upp og kynnt sín sjónarmið á jafnréttisgrundvelli. En ríkisstjórnin hefur nú þegar afbakað lýðræðið með því að leyfa ESB að verja hér yfir tvö hundruð milljónum til einhliða kynningar. Það er margfalt meira fé en já- og nei-hreyfingar hafa úr að spila. Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir því að ESB veiti milljörðum inn í landið í formi aðlögunarstyrkja. Opinberir starfsmenn þiggja veglegar boðsferðir ESB til Brussel. Í ljósi þess að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, er augljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru löngu komnar út fyrir velsæmismörk. Ríkisstjórnin beitir ríkisvaldinu skefjalaust til að móta skoðanir lykilfólks og almennings í þágu aðildar. Lýðræði okkar heldur vonandi áfram að aukast og þróast en það er ennþá of berskjaldað fyrir valdi og fjármagni. Úr því þarf að bæta með lögum. Beint lýðræði er tækifæri fyrir landsmenn til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum og móta hér betra samfélag, en það mun kalla ógæfu yfir þjóðina verði lýðræðinu leyft að snúast upp í kapphlaup þar sem óbeislað vald og fjármagn fær að ráða úrslitum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun