Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 20:56 Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Vísir/Skjáskot Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Um er að ræða ryk sem verður til við bruna á timbri sem notað er til að hitta upp fyrsta ofninn af fjórum sem verksmiðjan hyggst gangsetja á næstu árum. Stundin greinir frá.Vísir greindi frá því í lok nóvember að Umhverfisstofnun hafi borist tugir kvartana vegna lykt- og rykmengunar frá kísilverinu. Þá hafði að minnsta kosti einn einstaklingur greindist með efnabruna vegna reyksins. Í kjölfarið skrifuðu hundurðir manns undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Þá sagði Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur. Það vandamál átti að vera úr sögunni þegar ofninn yrði keyrður upp í fullt álag í lok nóvember. Kristleifur sagði jafnframt í samtali við fréttastofu þann 27. nóvember að fyrirtækið ætlaði að koma vinnustaðnum í sátt og samlyndi við samfélagið. Í umfjöllun Stundarinnar er fullyrt að United Silicon hafi aldrei tekist að halda kjörhitastigi á ofninum, en hann var fyrst gangsettur þann 13. nóvember. Þar af leiðandi hafi þurft að brenna mun meira af timbri en áætlað var. Þar sem timbrið sé blautt verða til hættuleg og krabbameinsvaldandi efni þegar það er brennt. Stundin hefur birt myndband þar sem starfsmenn United Silicon sjást hleypa eiturefnum út í andrúmloftið á vinnusvæði kísilversins. Myndbandið er tekið um miðjan desember og hefur þetta ítrekað verið gert og ávallt að næturlagi. „Ef fólk vissi bara hvað færi hér fram þá væri löngu búið að loka þessari verksmiðju, það er engin spurning,“ segir ónafngreindur starfsmaður í samtali við Stundina, sem jafnframt sagði ástandið í kísilverinu vera áfellisdóm yfir eftirlitsstofnunum. Ekki náðist í Umhverfisstofnun við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið. Um er að ræða ryk sem verður til við bruna á timbri sem notað er til að hitta upp fyrsta ofninn af fjórum sem verksmiðjan hyggst gangsetja á næstu árum. Stundin greinir frá.Vísir greindi frá því í lok nóvember að Umhverfisstofnun hafi borist tugir kvartana vegna lykt- og rykmengunar frá kísilverinu. Þá hafði að minnsta kosti einn einstaklingur greindist með efnabruna vegna reyksins. Í kjölfarið skrifuðu hundurðir manns undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Þá sagði Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur. Það vandamál átti að vera úr sögunni þegar ofninn yrði keyrður upp í fullt álag í lok nóvember. Kristleifur sagði jafnframt í samtali við fréttastofu þann 27. nóvember að fyrirtækið ætlaði að koma vinnustaðnum í sátt og samlyndi við samfélagið. Í umfjöllun Stundarinnar er fullyrt að United Silicon hafi aldrei tekist að halda kjörhitastigi á ofninum, en hann var fyrst gangsettur þann 13. nóvember. Þar af leiðandi hafi þurft að brenna mun meira af timbri en áætlað var. Þar sem timbrið sé blautt verða til hættuleg og krabbameinsvaldandi efni þegar það er brennt. Stundin hefur birt myndband þar sem starfsmenn United Silicon sjást hleypa eiturefnum út í andrúmloftið á vinnusvæði kísilversins. Myndbandið er tekið um miðjan desember og hefur þetta ítrekað verið gert og ávallt að næturlagi. „Ef fólk vissi bara hvað færi hér fram þá væri löngu búið að loka þessari verksmiðju, það er engin spurning,“ segir ónafngreindur starfsmaður í samtali við Stundina, sem jafnframt sagði ástandið í kísilverinu vera áfellisdóm yfir eftirlitsstofnunum. Ekki náðist í Umhverfisstofnun við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15
Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47