Erlent

Lögreglan leitaði á heimili „Subway“ Jared

Samúel Karl Ólason skrifar
Jared Fogle.
Jared Fogle. Vísir/AFP
Meðlimir Alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit á heimili Jared Fogle í dag. Jared er hvað þekktastur fyrir að hafa borðað einungis Subway um langt skeið til að grenna sig og nú er hann talsmaður fyrirtækisins.

Fjölmargir miðlar ytra hafa sagt frá málinu í dag, en fyrsti miðillinn var WTTV í Indianapolis. Þar kemur fram að maður sem heitir Russell Taylor hafi verið handtekinn vegna barnakláms fyrr á árinu. Taylor stýrði góðgerðarsamtökum sem Jared stofnaði. Á heimili Taylor fundust meira en 500 myndbönd af barnaklámi og reyndi hann að fremja sjálfsmorð í fangelsi.

Ekki liggur fyrir hvort að rannsóknin tengist því máli. Jared er nú í haldi lögreglu en hann hefur ekki verið handtekinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×