Erlent

Loftárásir hrekja ISIS-liða frá Palmyra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hluti af fornminjunum í Palmyra.
Hluti af fornminjunum í Palmyra. vísir/epa
Meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið, ISIS, hafa þurft frá að hverfa frá Palmyra eftir harðar loftárásir Rússa. BBC greinir frá.

Greint var frá því í gær að meðlimir ISIS hefðu á nýjan leik náð yfirráðum yfir hinni fornu borg Palmyra í Sýrlandi. ISIS réði yfir Palmyra í um tíu mánuði áður en Sýrlandsher náði henni aftur á sitt vald í mars síðastliðnum.

Miklar fornminjar eru í borginni en á meðan yfirráðum ISIS stóð var hluta þeirra eytt á skipulagðan hátt. Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir krist og er á heimsminjaskrá UNESCO.


Tengdar fréttir

Fjöldagröf finnst í Palmyra

Gröf með um 40 líkum embættismanna og almennra borgara hefur fundist í sýrlensku borginni Palmyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×