Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 22. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59