Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 11:13 Frá vettvangi í gær. Myndir / Jón Guðbjörn á Litla Hjalla Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“ Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Líkt og Vísir greindi frá í gær missti ökumaðurinn bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna. „Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum. „Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina.Bíllinn í fjörunni í gær.Mynd/Jón Guðbjörn á Litla HjallaÁnægð með neyðaraðstoð á Íslandi Farið var með fólkið í læknisskoðun á Hólmavík og dráttarbifreið fjarlægði bifreiðina úr fjöruborðinu. Reiknaði Stefán með því að hún yrði flutt til bílaleigunnar eða tryggingafélagsins í Reykjavík. Fólkið gisti á Hólmavík í nótt og ætlaði að taka ákvörðun í dag um framhaldið. Átti Stefán von á því að nýr bílaleigubíll myndi berast þeim í dag. „Þau voru afskaplega ánægð og sögðust vera stórhrifin af því hvað svona neyðaraðstoð væri skilvirk. Hjálp bærist fljótt hvort sem um lögreglu eða sjúkralið væri að ræða.“ Aðspurður hvort vegarkaflinn þar sem slysið varð sé sérstaklega hættulegur segir Stefán svo ekki vera. „Fyrir hinn almenna Íslending sem er vanur malarvegum er þetta ekkert mál. Það eru verri kaflar á veginum áður en þangað er komið.“
Tengdar fréttir Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan "Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir. 26. ágúst 2014 13:53