Leyndarmál Kiljunnar: Hver var Arnliði Álfgeir? Freyr Þórarinsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþættinum Kiljunni lýkur jafnan á því að Bragi bóksali dregur fram einhverjar bækur og pappíra til að sýna Agli þáttastjórnanda og lætur þeim gjarnan fylgja kjaftasögur um nafngreinda einstaklinga. Þetta er þjóðleg skemmtun hér í fámenninu, enda fylgt þeirri meginreglu að góð saga þarf ekki endilega að vera sönn. Núna á miðvikudagskvöldið, hinn 14. desember, bar það til að ein slúðursagan var um föður minn heitinn, Þórarin Guðnason lækni. Tilefnið var ljóðabók sem út kom fyrir hálfri öld og nefnist Kirkjan á hafsbotni, en höfundur skýldi sér bak við dulnefnið Arnliði Álfgeir. Inni í eintaki Braga var blaðsnepill sem á var letrað „Líklega Þórarinn Guðnason" og sagði Bragi að það væri rithönd Jóns úr Vör, sem hefði þá talið að faðir minn væri höfundur ljóðabókarinnar. Ég kann aðra sögu um réttan höfund þessarar litlu bókar sem mér þykir trúlegri. Þannig bar eitt sinn til í spjalli okkar feðga að mér varð af ákveðnu tilefni tíðrætt um þá döpru staðreynd að kjaftasögur er aldrei hægt að kveða alveg niður. Þá sagði pabbi mér söguna af þessari ljóðabók sem ég hafði aldrei fyrr heyrt nefnda. Dag einn hafði kunningi hans sagt honum frá því að í spjaldskrá Landsbókasafnsins væri skrifað á spjaldið fyrir umrædda ljóðabók að líklegur höfundur væri Þórarinn Guðnason. Pabbi fór að grennslast fyrir um þetta og þá var honum sagt að einhverjir starfsmenn safnsins hefðu fengið kunnan bókmenntamann til að skrifa með ritblýi á skráningarspjöld bóka sem út komu undir dulnefnum hverjir væru líklegir höfundar þeirra. Sá hefði eignað pabba bókina. Ég ætla ekki að nafngreina manninn en verð þó að taka fram að það var ekki Jón úr Vör. Nú-nú, pabbi kemur að máli við manninn og sá gengst greiðlega við því að hafa krotað þetta í spjaldskrána. Pabbi segir honum að þetta sé ekki rétt, hann sé ekki höfundur bókarinnar, en hinn lætur sig ekki svo auðveldlega. Hann segist hafa það eftir þeim sem prentuðu bókina að faðir minn hafi gengið frá henni til prentunar og enginn annar komið að því verki. Rétt er það, segir pabbi, en á því er sú skýring að höfundur bókarinnar er sjúklingur minn og kom með hana til mín á læknastofuna og bað mig að gera þetta fyrir sig í fyllsta trúnaði, því ljóðin í bókinni eru ástarjátning til einnar konu og sú ást er í meinum. Ekki dugir þetta til að ég trúi þér, segir skrásetjarinn, til þess verður þú að segja mér hver er réttur höfundur bókarinnar. Það get ég ekki gert, segir pabbi, því það er trúnaðarmál, en ég skal segja þér af hverju þetta verður að vera leyndarmál. Það er vegna þess að höfundurinn er ekki karlmaður heldur kona, gift þjóðkunnum manni, og hann veit ekkert um ást hennar til annarrar konu. Þessu get ég vel trúað, sagði hinn þá, og blýantskrotið skal ég fjarlægja úr spjaldskrá Landsbókasafnsins. En kjaftasögur verða ekki svo auðveldlega kveðnar niður og þessi er nú meira að segja orðin skemmtiefni í sjónvarpi allra landsmanna. Ég vil því koma minni sögu á framfæri, bæði af því að hún er betri saga og auk þess trúlega sönn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun