Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Snærós Sindradóttir skrifar 12. janúar 2016 07:00 Lögreglan keyrði ungmennin á Akranes þar sem þau voru vistuð í fangageymslu. vísir/stefán „Henni finnst að lögreglan eigi ekki að geta komist upp með svona án þess að neinn viti af því,“ segir Oddgeir Einarsson, lögmaður ungrar stúlku sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtöku á Vesturlandi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan, sem var sextán ára þegar atvikið átti sér stað, var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla stöðvar bílinn. Ungmennin voru öll handtekin og færð á lögreglustöðina á Akranesi. Stúlkan ber að þegar þangað hafi verið komið hafi hún verið lokuð inni í fangaklefa ásamt annarri stúlku sem jafnframt var undir lögaldri. Í klefanum framkvæmdi lögregluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan hlýddi því og stóð nakin í fangaklefanum. Því næst var hún beðin að beygja sig fram og lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass, án snertingar. Áður en þetta átti sér stað var hvorki haft samband við foreldra stúlkunnar, né barnavernd. Lögmaður stúlkunnar hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að fá upplýsingar um það hvers vegna stúlkan mátti þola þessa meðferð. Þegar óskað var eftir gögnum málsins kom í ljós að lögregluskýrsla var ekki skrifuð um atvikið fyrr en eftir að lögmaður hafði hringt og spurst fyrir um málið, eða 22 dögum eftir atvikið.Oddgeir Einarsson lögmaður stúlkunnarvísir/gvaÍ lögregluskýrslunni kemur fram að nafnlaus ábending hafi borist lögreglu um að fíkniefni kynnu að vera í bílnum og að ökumaður væri undir áhrifum þeirra. Þá segir að stúlkan hafi ekki verið beðin um að afklæðast heldur hafi aðeins verið „kíkt ofan í nærbuxur“ hennar. Stúlkan mótmælir því og kveðst ekki hafa verið í nærbuxum þetta kvöld. Engin fíkniefni fundust í bílnum eða á ungmennunum. „Við erum að fara í þetta mál því þetta lá mjög þungt á henni. Hún verður fyrir andlegu tjóni og vill fá staðfestingu á því að þetta hafi ekki verið rétt gert,“ segir Oddgeir. „En alveg sama þó maður taki allt sem þeir segja, þá stenst þetta engan veginn og er alveg út í hött. Það er umdeilt hvort það hafi verið kíkt ofan í nærbuxur eða hún látin afklæðast algjörlega. Hvort fyrir sig er náttúrulega alls ekki rétt aðferð.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Henni finnst að lögreglan eigi ekki að geta komist upp með svona án þess að neinn viti af því,“ segir Oddgeir Einarsson, lögmaður ungrar stúlku sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtöku á Vesturlandi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan, sem var sextán ára þegar atvikið átti sér stað, var farþegi í bíl á leið frá Ólafsvík til Reykjavíkur ásamt öðrum ungmennum þegar lögregla stöðvar bílinn. Ungmennin voru öll handtekin og færð á lögreglustöðina á Akranesi. Stúlkan ber að þegar þangað hafi verið komið hafi hún verið lokuð inni í fangaklefa ásamt annarri stúlku sem jafnframt var undir lögaldri. Í klefanum framkvæmdi lögregluþjónn líkamsleit á stúlkunni að hinni viðstaddri og var henni skipað að klæða sig úr öllum fötum. Stúlkan hlýddi því og stóð nakin í fangaklefanum. Því næst var hún beðin að beygja sig fram og lögregluþjónn skoðaði kynfæri hennar og rass, án snertingar. Áður en þetta átti sér stað var hvorki haft samband við foreldra stúlkunnar, né barnavernd. Lögmaður stúlkunnar hafði í kjölfarið samband við lögreglu til að fá upplýsingar um það hvers vegna stúlkan mátti þola þessa meðferð. Þegar óskað var eftir gögnum málsins kom í ljós að lögregluskýrsla var ekki skrifuð um atvikið fyrr en eftir að lögmaður hafði hringt og spurst fyrir um málið, eða 22 dögum eftir atvikið.Oddgeir Einarsson lögmaður stúlkunnarvísir/gvaÍ lögregluskýrslunni kemur fram að nafnlaus ábending hafi borist lögreglu um að fíkniefni kynnu að vera í bílnum og að ökumaður væri undir áhrifum þeirra. Þá segir að stúlkan hafi ekki verið beðin um að afklæðast heldur hafi aðeins verið „kíkt ofan í nærbuxur“ hennar. Stúlkan mótmælir því og kveðst ekki hafa verið í nærbuxum þetta kvöld. Engin fíkniefni fundust í bílnum eða á ungmennunum. „Við erum að fara í þetta mál því þetta lá mjög þungt á henni. Hún verður fyrir andlegu tjóni og vill fá staðfestingu á því að þetta hafi ekki verið rétt gert,“ segir Oddgeir. „En alveg sama þó maður taki allt sem þeir segja, þá stenst þetta engan veginn og er alveg út í hött. Það er umdeilt hvort það hafi verið kíkt ofan í nærbuxur eða hún látin afklæðast algjörlega. Hvort fyrir sig er náttúrulega alls ekki rétt aðferð.“ Engin svör fengust frá lögreglunni á Vesturlandi vegna málsins.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira