Leiðréttum stökkbreytt lán Frosti Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun