Leiðréttum stökkbreytt lán Frosti Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun